Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Breskum farþegaflugvélum bannað að lenda í Hollandi

20.12.2020 - 00:56
epa08293886 British Airways passenger aircraft at Heathrow Airport Terminal Five in London, Britain, 14 March 2020. The future of British Airways and other airlines is under threat as global travel is significantly down due to the Coronavirus. The International Air Transport Association (IATA) on 13 March said losses of global airliners will likely exceed its earlier estimate of 113 billion US dollars.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ríkisstjórn Hollands bannaði í dag allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins. Banninu er ætlað að standa til fyrsta janúar. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandi.

Ákvörðunin var tekin eftir að afbrigðisins varð vart í Hollandi. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að takmarka verði mögulega útbreiðslu afbrigðisins með því að hafa stjórn á og takmarka þangaðkomu breskra ferðamanna.

„Á Bretlandseyjum hefur nýs, stökkbreytts afbrigðis orðið vart sem er meira smitandi og erfiðara að greina,“ segir í yfirlýsingunni og því hafi verið nauðsynlegt að taka þessa ákvörðun. Nú er verið að meta hvort takmarkanir verði settar á aðra ferðamáta frá Bretlandi einnig. 

Sérfræðingar eru að rannsaka hvort veiruafbrigðið sem fannst í Hollandi sé skylt því sem nú gengur í Bretlandi. Skólar í Hollandi verða lokaðir fram í miðjan janúar og sömuleiðis verslanir sem veita ekki brýnustu þjónustu, til að draga úr útbreiðslu faraldursins.