Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Belgar loka á flug og lestir Breta

20.12.2020 - 11:55
epa08293886 British Airways passenger aircraft at Heathrow Airport Terminal Five in London, Britain, 14 March 2020. The future of British Airways and other airlines is under threat as global travel is significantly down due to the Coronavirus. The International Air Transport Association (IATA) on 13 March said losses of global airliners will likely exceed its earlier estimate of 113 billion US dollars.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Belgíu loka á umferð lesta og flugvéla frá Bretlandi frá og með miðnætti í kvöld. Þetta er gert vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi. Fyrr í dag bannaði ríkisstjórn Hollands allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins.

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, sagði í samtali við belgísku sjónvarpsstöðina VRT að bannið myndi gilda í að minnsta kosti sólarhring.

Yfirvöld í Þýskalandi íhuga nú að setja sams konar bann á flugferðir frá Bretlandi og einnig frá Suður-Afríku þar sem þetta afbrigði kórónuveirunnar hefur einnig greinst.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kallaði ráðherra sína til neyðarfundar í fyrrakvöld vegna áhyggja af þessu nýja afbrigði kórónuveirunnar, en á annað þúsund manna hafa greinst með það. Hann sagði í gær að svo virtist sem nýja afbrigðið smitist jafnvel enn frekar en önnur afbrigði veirunnar.