Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Átta fórust í sprengingu í Kabúl í morgun

20.12.2020 - 08:20
epa08895109 A general view shows a charred vehicle as Afghan security forces inspect the site of a bomb explosion in Kabul, Afghanistan, 20 December 2020. At least nine people were killed and many others injured after an explosion targeted the vehicle of Haji Khan Mohammad Wardak, a member of parliament from Kabul, according to local reports. Wardak survived the attack.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Átta féllu í bílsprengjuárás í vesturhluta Kabúl, höfuðborg Afganistan í morgun. Að minnsta kosti fimmtán særðust í sprengingunni að sögn Tariq Arian talsmanns innanríkisráðuneytis landsins.

Konur og börn eru meðal hinna látnu. Sprengjan var mjög öflug og olli tjóni á nálægum byggingum. „Hryðjuverkaárás hefur verið gerð á borgina,“ segir Arian.

Fréttamyndir af vettvangi sýna tvo bíla í ljósum logum og þykkan, svartan reyk sem berst frá þeim. Mikið hefur verið um árásir af þessu tagi í Kabúl undanfarna mánuði þrátt fyrir yfirstandandi friðarviðræður ríkisstjórnarinnar og fulltrúa Talibana.