Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldur í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg

19.12.2020 - 01:21
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg aðfaranótt 19. desember 2020.
 Mynd: Eyjólfur Karl Eyjólfsson
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg eftir miðnættið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu rétt fyrir klukkan eitt. 

Töluverður eldur logaði í húsinu en hann virðist hafa átt upptök sín í bíl eða bílum sem standa inni í húsinu. Mikinn reyk lagði frá húsinu og eldur hafði náð að læsa sig í þakkant en nú hefur tekist að slökkva alla yfirborðseld að sögn slökkviliðsins.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hve mikið tjón hefur orðið.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV