Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni

18.12.2020 - 23:26
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.

Viðbragðsaðilar á svæðinu hafi unnið að því að dæla vatni frá lóðinni í kringum tækjahúsið til að koma í veg fyrir að það komist raki í það og fjarskiptabúnaðinn sem það hýsir.

Rafmagnslaust varð á hluta Seyðisfjarðar í dag en er komið aftur á að miklu leyti. Tækjahús Mílu er enn án veiturafmagns og er því keyrt á varaafli sem dugar fram á mánudagskvöld.

Gerðar verði ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi rekstur ef rafmagnsleysi dregst lengur. Verið er að rýma hluta Eskifjarðar og er tækjahús Mílu á rýmingarsvæði. Rekstur er í eðlilegu horfi enda veiturafmagn til staðar.