Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Nægt bóluefni til og engin hætta á töfum að sögn Pfizer

epa08809582 (FILE) - A composite image showing logos of German biopharmaceutical company BionTech in Mainz, Germany, 18 March 2020, and logo outside Pfizer headquarters in New York, New York, USA, 04 December 2015 (reissued 09 November 2020). Both Pfizer and BioNTech announced 09 November 2020 their jointly developed vaccine against Coronavirus in the trials conducted on 43,500 people in six countries, Germany, USA, Turkey, Brazil, South Africa and Argentina showed a 90 per cent protection against the virus, something they said may be achieved seven days after the 2nd dose. In total, two doses that are taken three weeks apart will be needed to acchieve the desired result.  EPA-EFE/RONALD WITTEK / ANDREW GOMBERT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
„Ekki hefur vafist fyrir Pfizer að framleiða bóluefni sitt gegn COVID-19, né hefur sendingum verið seinkað,“ segir í yfirlýsingu sem lyfjaframleiðandinn sendi frá sér í gær. Yfirlýsingin kemur að sögn vegna opinbers umtals um að framleiðsla og dreifing bóluefnis Pfizer sé vandkvæðum bundin.

Þar segir einnig að öllum þeim 2,9 milljónum skammta sem bandarísk yfirvöld pöntuðu hafi verið komið til skila í vikunni. Milljónir skammta bíði enn í vöruhúsi fyrirtækisins en að ekki hafi borist beiðnir um frekari sendingar.

Jafnframt segir að Pfizer hafi átt gott samstarf við heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum enda eigi fyrirtækið langan og farsælan feril að baki við framleiðslu og dreifingu bóluefna.

Fyrirtækið hafi virkjað öflugt framleiðslu- og dreifikerfi sitt til að tryggja framleiðslu á milljónum skammta af bóluefni gegn COVID-19. Öruggt sé að unnt verði að dreifa 50 milljónum skammta af efninu á árinu og upp undir 1,3 milljarði skammta á næsta ári.

Í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að hæg afhending á bóluefni og minna magn en áætlað var verði til þess að endurskoða þurfi forgangsröðun hópa fyrir bólusetningu. Töf á afhendingu bóluefnis komi til vegna skorts á hráefni til framleiðslu þess.