Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

„Íbúarnir eru í áfalli“

18.12.2020 - 17:00
Mynd: RÚV / RÚV
Íbúar á Seyðisfirði eru í algjöru áfalli. Þetta segir Aðalheiður L Borgþórsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri. „Það er búið að safna okkur saman og verið að skrá okkur. Nú á bara að fara að flytja alla úr bænum með rútum. Það eru bara allir í sjokki,“ segir hún. Hús hennar fjölskyldu hafi naumlega sloppið undan skriðunni sem hreif með sér tíu hús og nokkur þeirra fóru út í sjó.

Fólkið verður flutt í fjöldahjálparstöð í Egilsstaðaskóla. Í myndbandi hér að ofan má sjá fólk fyrir utan fjöldahjálparstöðina í Herðubreið á Seyðisfirði, og þar inni. 

Á myndbandinu hér að neðan er fólk að yfirgefa fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði. 

Mynd: RÚV / RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV