Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hinn upprunalegi Boba Fett látinn

18.12.2020 - 01:08
epa06110345 The English Star Wars actor Jeremy Bulloch, who played the bounty hunter Boba Fett, attends a photocall at 'Star Wars Identities: The Exhibition' at the O2 Arena in Central London, Britain, 26 July 2017.The exhibition which features
 Mynd: EPA
Enski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 17. desember, 75 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikið mannaveiðarann Boba Fett í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru um Stjörnustríð.

Ferill Bullochs í kvikmyndum og sjónvarpi spannaði hálfa öld en auk Stjörnustríðs lék hann í James Bond myndinni Octopussy árið 1983 og sjónvarpsþáttum á borð við Dr. Who á sjöiunda áratug síðustu aldar. Bulloch hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið. 

Á skömmum tíma hafa því tveir leikarar fallið frá sem túlkuðu áberandi persónur í þessari langlífu kvikmyndaröð en David Prowse lést seint í nóvember. Hann var maðurinn sem lék óþokkann Svarthöfða en James Earl Jones léði honum rödd sína.