Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Flestir íbúar Seyðisfjarðar farnir

18.12.2020 - 18:47
Mynd: RÚV / RÚV
Rýming á Seyðisfirði gengur vel og þónokkur fjöldi fólks er kominn á fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við fréttastofu. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður á svæðinu segir að flestir séu farnir úr bænum.

Nú er unnið að því að finna fólkinu næturstað og margir gista hjá vinum og ættingjum á svæðinu. Rögnvaldur segir að björgunaraðilar séu ekki í kappi við tímann. „Við vinnum þetta ekki í neinum látum,“ segir hann. Rýming á Eskifirði gangi líka vel og margir hafi nú þegar verið fluttir þaðan. 

Ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið.