Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Yfirlit um stöðu bóluefna sem koma til Ísland

epa08870133 Hari Shukla, 87, receives the first of two Pfizer/BioNTech Covid-19 vaccine jabs at the Royal Victoria Infirmary in Newcastle, Britain, 08 December 2020. The UK started the largest immunisation programme in the country's history. Care home workers, NHS staff and people aged 80 and over will begin receiving the jab protecting against the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/Owen Humphreys / POOL
 Mynd: EPA
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt yfirlit um stöðu þróunar bóluefna gegn COVID-19, sem og samninga um kaup á þeim. Þar má sjá í hver staðan er á þróun hvers bóluefnis fyrir sig, hvenær markaðsleyfi er væntanlegt og komu ákveðinna bóluefna til landsins.

Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Yfirlitið verður uppfært reglulega er nýjar upplýsingar berast. Gert er ráð fyrir að bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech fari af stað í Evrópu fyrir jól, þar á meðal hérlendis. Þær eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og víðar. Lyfjastofnun Evrópu fundar 21. desember um leyfisveitingu fyrir bóluefnið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að hjarðónæmi í samfélaginu náist ekki fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár. Hæg afhending á bóluefni og minna magn en áætlað var valdi því að stokka þurfi upp forgangsröðun hópa fyrir bólusetningu. Ef svo fer sem horfir hefst bólusetning hér á landi strax eftir jólin.

Yfirlitið skiptist í sjö flokka fyrir bóluefnin sex. Þeir eru rauður, eða að samningur ESB við lyfjaframleiðanda liggur fyrir, ljósrauður sem merkir að þriðja fasa prófunum er lokið, appelsínugulur sem þýðir að Ísland hefur undirritað samning um kaup á bóluefninu, dökkgulur sem merkir að Lyfjastofnun Evrópu hefur veitt markaðsleyfi, ljósgulur sem þýðir að Lyfjastofnun Íslands hefur veitt slíkt leyfi, ljósgrænn sem merkir að efnið sé komið til landsins og lokum dökkgrænn sem þýðir að bólusetning með efninu sé hafin hér á landi.

Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samning um skammtaf af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir um 85.000 manns við lyfjafyrirtækið Pfizer en hráefnisskortur mun tefja afhendingu. Um jólin verður hægt að bólusetja um 5.000 manns og um 8.000 manns fyrstu tvo mánuði næsta árs. 

Samkvæmt yfirlitinu eru bóluefni Astra Zeneca og Oxfordháskóla og bóluefni Pfizer og BioNTech lengst á veg komin í ferlinu eða á það þriðja af sjö - þriðja fasa tilrauna er lokið. Hið fyrrnefnda nýtir hluta af RNA erfðaefni veiru til að vekja mótefnasvar en hið síðarnefnda inniheldur skaðlausa kórónuveiru sem flytur erfðaefni veirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar.

Af bóluefnunum sjö byggja þrjú á sama grunni og bóluefni Pfizer og BioNTech, tvö verka líkt og bóluefni Astra Zeneca og Oxfordháskóla og eitt er svokallað prótínbóluefni sem notar prótín af yfirborði veirunnar er notað til að vekja mótefnasvar.