Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tunglfar Kínverja lenti heilu og höldnu á jörðu niðri

17.12.2020 - 02:07
epa08889130 People work at the landing site of the China's Chang'e-5 probe after it landed in Siziwang Banner, Inner Mongolia Autonomous Region, China, 17 December 2020. China's Chang'e-5 probe's return capsule touched down on Earth in the early hours of 17 December 2020, bringing back the country's first Moon samples. The samples are the first lunar samples in over 40 years.  EPA-EFE/REN JUNCHUAN/XINHUA MANDATORY CREDIT  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - XINHUA
Ómannaða kínverska tunglfarið Chang'e-1 lenti heilu og höldnu í norðurhluta Kína í dag. Þannig verða Kínverjar fyrstir til að sækja sýni frá mánanum um ríflega fjögurra áratuga skeið.

Vísindamenn vonast til að sýnin sem Chang'e-1 safnaði saman varpi ljósi á uppruna tunglsins og afleiðingar eldsumbrota á yfirborði þess.

Ekki síst þykir leiðangurinn vera mikill sigur fyrir Kínverja sem hyggja á mikla landvinninga í geimnum á næstu árum. Þeir hafa þegar varið jafngildi milljarða Bandaríkjadala í geimferðaáætlun sína.

Chang'e-1 lenti á tunglinu 1. desember síðastliðinn og safnaði 4,5 kílóum af sýnum í tvo daga. Þá tók við það vandasama verkefni að yfirgefa yfirborð tunglsins og tengjast farinu sem flutti farminn til jarðar.

Hylkið sem lenti í norðurhluta Kína í dag verður flutt til Peking, þar sem það verður opnað, sýnin sótt og vísindamenn geta tekið til við rannsóknir sínar.