Mynd: EPA-EFE - XINHUA

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Tunglfar Kínverja lenti heilu og höldnu á jörðu niðri
17.12.2020 - 02:07
Ómannaða kínverska tunglfarið Chang'e-1 lenti heilu og höldnu í norðurhluta Kína í dag. Þannig verða Kínverjar fyrstir til að sækja sýni frá mánanum um ríflega fjögurra áratuga skeið.
Vísindamenn vonast til að sýnin sem Chang'e-1 safnaði saman varpi ljósi á uppruna tunglsins og afleiðingar eldsumbrota á yfirborði þess.
Ekki síst þykir leiðangurinn vera mikill sigur fyrir Kínverja sem hyggja á mikla landvinninga í geimnum á næstu árum. Þeir hafa þegar varið jafngildi milljarða Bandaríkjadala í geimferðaáætlun sína.
Chang'e-1 lenti á tunglinu 1. desember síðastliðinn og safnaði 4,5 kílóum af sýnum í tvo daga. Þá tók við það vandasama verkefni að yfirgefa yfirborð tunglsins og tengjast farinu sem flutti farminn til jarðar.
Hylkið sem lenti í norðurhluta Kína í dag verður flutt til Peking, þar sem það verður opnað, sýnin sótt og vísindamenn geta tekið til við rannsóknir sínar.