Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þeir sem sækja á völlinn þurfa í sóttkví

Mynd með færslu
Ferðamaður á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni. Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Fólk sem velur að sækja sína nánustu á flugvöllinn skuldbindur sig til þess að fara í sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

„Ef að fjölskyldumeðlimur fer og nær í ættingja á Keflavíkurflugvöll, keyrir hann í bæinn og er með honum þá þýðir það að sá hinn sami er kominn í sóttkví með ferðamanninum í fimm daga,“ segir Þórólfur.

Hann segir undir hælinn lagt hvort sá sem sækir þurfi í skimun, nema ferðalangurinn reynist jákvæður. Í grundvallaratriðum sé fólk að skuldbinda sig til að fara í sóttkví, umgangist það þá sem koma til landsins.  

Uppfært: Skipt hefur verið um mynd með fréttinni, myndin sem fylgdi upphaflega tengdist efni fréttarinnar ekki beint. 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV