Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Joe Biden verður bólusettur í næstu viku

epaselect epa07570213 Former Vice President and Democratic candidate for United States President, Joe Biden reaches for his muffin at a stop for coffee and to talk with voters at The Works in Concord, New Hampshire, USA, 14 May 2019. Biden is on a two day campaign tour of New Hampshire, the first since his announcing his 2020 campaign.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA
Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti verður bólusettur gegn COVID-19 snemma í næstu viku. Í tilkynningu frá teymi Bidens sem annast valdaskiptin ætlar hann að fá bólusetningarsprautu sína á opinberum vettvangi.

Á CNN sjónvarpsstöðinni er haft eftir Biden að hann vilji ekki ryðjast fram fyrir röðina en hann vilji sýna almenningi að óhætt sé að þiggja bólusetningu. Áður hefur komið fram að Mike og Karen Pence hyggist láta bólusetja sig næstkomandi föstudag.

Það ætla þau að gera opinberlega líkt og forsetinn tilvonandi. Samkvæmt upplýsingum Ritzau fréttastofunnar ætlar Donald Trump núverandi forseti að láta bólusetja sig þegar læknar hans samþykkja það.