Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi á Nýja-Sjálandi

17.12.2020 - 01:36
New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern answers questions during a press conference in Christchurch, New Zealand, Wednesday, Oct. 14, 2020. Opinion polls indicate Ardern is on track to win a second term as prime minister in an election on Saturday. (AP Photo/Mark Baker)
 Mynd: AP
Efnahagsbati er hafinn á Nýja-Sjálandi en hagvöxtur í landinu mældist fjórtán af hundraði á tímabilinu frá júlí fram í september. Þetta sýna opinberar tölur sem birtar voru í dag.

Mánuðina þar á undan. meðan útgöngubann var í gildi í landinu, dróst efnahagurinn saman um 11%. Grant Robinson fjármálaráðherra segir að batann megi þakka mjög hörðum og ákveðnum viðbrögðum við faraldrinum en aðeins hafa 25 látist af völdum COVID-19 í landi sem telur fimm milljónir.

Mikil áhersla hafi þegar verið lögð á að atvinnulaust fólk fengi greiðslur úr ríkissjóði auk þess sem fjármunir voru lagðir í innviðauppbyggingu, þjálfun starfsfólks og sköpun nýrra starfa.

Hagvöxturinn á tímabilinu byggir að mestu á aukningu í smásöluverslun og byggingariðnaði. Þrátt fyrir þennan mikla vöxt um þriggja mánaða skeið er samdráttur milli ára um 2,2% á Nýja-Sjálandi.