Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Uppsagnir 68 flugmanna taka gildi um áramótin

16.12.2020 - 22:39
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin og félagið hefur ákveðið að draga þær ekki til baka. Þetta kom fram á upplýsingafundi sem Icelandair hélt með flugmönnum seinnipartinn í gær. Turisti.is greindi frá.

Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair eftir áramót, en til samanburðar má nefna að sumarið 2019 störfuðu 562 flugmenn hjá Icelandair.

Flugáætlun Icelandair er í endurskoðun um þessar mundir en í frétt Turista.is segir að flugfélagið búist við að næsta sumar verði framboð af flugi 25-30 prósent af því sem það var sumarið 2019. Því hljóti félagið að þurfa að ráða einhvern fjölda flugmanna aftur. Með 71 flugmann geti félagið ekki mannað fleiri en 2-5 farþegaþotur.