Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Kviknaði í kertaskreytingu í Vesturbæ Reykjavíkur

Mynd með færslu
 Mynd:
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú á áttunda tímanum vegna reyks í fjölbýlishúsi í Hagahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir að kviknað hafi í kertaskreytingu á borði og reykur borist fram í sameignina. Reykurinn hafi verið minni háttar og tjón einnig aðeins minni háttar. Slökkviliðið hafi hleypt reyknum út og verkinu sé lokið.

Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögnin sömuleiðis

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV