Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú á áttunda tímanum vegna reyks í fjölbýlishúsi í Hagahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir að kviknað hafi í kertaskreytingu á borði og reykur borist fram í sameignina. Reykurinn hafi verið minni háttar og tjón einnig aðeins minni háttar. Slökkviliðið hafi hleypt reyknum út og verkinu sé lokið.