Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fangelsisdómar vegna Charlie Hebdo-árásarinnar

16.12.2020 - 21:33
epa08888145 Michel Catalano, the owner of a printring plant in which the two assailants of the 2015 Charlie Hebdo attack had their final stand-off with police, speaks to media after the vedict was pronounced at the trial of the Charlie Hebdo terror attacks at the courthouse in Paris, France, 16 December 2020. A French court on 16 December 2020 sentenced 14 accomplices of the 07 January 2015 terror attacks on the Charlie Hebdo satirical magazine and a Jewish supermarket. The Charlie Hebdo terror attack trial started on 02 September. The terrorist attacks in Paris happened on 07 January 2015, with the storming of armed Islamist extremists of the satirical newspaper, starting three days of terror in the French capital.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tveir einstaklingar voru í dag dæmdir til 30 ára fangelsisvistar í Frakklandi fyrir hlutdeild sína í árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París og árás á verslun í eigu gyðinga í borginni í janúar 2015.

Sautján létu lífið í árásunum tveimur. Alls voru fjórtán dæmdir í dag vegna árásanna. Vægustu dómarnir hljóðuðu upp á fjögurra ára fangelsi, en þrír sakborningar flúðu til Sýrlands áður en látið var til skarar skríða. Ekki er vitað um afdrif þeirra.

Lögregla felldi sjálfa árásarmennina eftir árásirnar, en kveikjan að þeim var birting skopmynda af Múhameð spámanni.