Allar brennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu hafa verið felldar niður. 10 manna samkomutakmörkun gildir um allt land til 12. janúar 2020. Í frétt á vefjum sveitarfélaganna segir að mikilvægt sé að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar.
„Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki og aflýsa því áramótabrennum í ár,“ segir á vef Hafnarfjarðar. „Höldum okkur við „jólakúlurnar“ okkar og forðumst mannmergð. Við getum gert þetta saman, samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.“