Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

YouTube, Gmail og fleiri þjónustur Google lágu niðri

14.12.2020 - 12:33
Mynd með færslu
 Mynd: Google
Ýmsar síður og þjónustur bandaríska tæknirisans Google lágu niðri fyrr í dagstendur. Meðal þeirra voru YouTube, Gmail, Google Maps, Google Drive og Google Suite.

Fyrst fór að gæta vandræða hjá Google nú fyrir hádegið, um klukkan hálf tólf. Bilanirnar voru á heimsvísu að því er fram kemur á vefsíðunni Downdetector sem fylgist með virkni vefsíðna. Upp úr klukkan eitt virðist sem tekist hafi að lagfæra bilunina og vefsíðurnar voru komnar í loftið á nýjan leik.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV