Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Stockmann selur fasteignir til að grynnka á skuldum

14.12.2020 - 13:50
Mynd með færslu
 Mynd: YLE - Finnska ríkissjónvarpið YLE
Finnska verslunarkeðjan Stockmann hyggst selja fasteignir sínar í Helsinki, Tallinn og Riga til að reyna að bjarga fyrirtækinu úr verulegum rekstrarerfiðleikum. Salan er liður í björgunaraðgerðum en Stockmann hefur átt í rekstrarerfiðleikum á síðustu árum og kórónuveirufarsóttin hefur leikið það grátt. Nota á andvirði sölu fasteignanna til að grynnka á skuldum.

Rótgróið fyrirtæki

Stockmann er eitt þekktasta fyrirtæki Finnlands, það var stofnað 1862. Átta Stockmann verslanir eru í Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi og að auki eru níu verslanir í Rússlandi. Flaggskipið er 50 þúsund fermetra stórverslun í miðborg Helsinki. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins virðast fjárfestar hafa trú á björgunaráætlun fyrirtækisins því hlutabréf hækkuðu eftir að hún var kynnt.

 

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV