
Sakar Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni
Frá þessu greindi Boylan á Twitter í gær og sagði að Cuomo hefði áreitt sig í áraraðir og margir verið vitni að því. Hann hafi meðal annars ítrekað gert athugasemdir við útlit hennar.
Yes, @NYGovCuomo sexually harassed me for years. Many saw it, and watched.
I could never anticipate what to expect: would I be grilled on my work (which was very good) or harassed about my looks. Or would it be both in the same conversation? This was the way for years.
— Lindsey Boylan (@LindseyBoylan) December 13, 2020
Cuomo hefur gegnt embætti ríkisstjóra New York síðan árið 2011. Boylan vann fyrir efnahagsþróunarstofnun ríkisins frá 2015 til 2018 og starfaði sem aðstoðarkona fyrir Cuomo frá mars til október hið sama ár samkvæmt LinkedIn síðu hennar.
Boylan hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið og ekki svarað skilaboðum fjölmiðla samkvæmt fréttum The New York Times og The Wall Street Journal. Caitlin Girouard, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórans, segir ekkert til í ásökunum Boylan.
Frægðarsól Cuomo hefur risið mjög í COVID-19 faraldrinum og samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs íhugar Joe Biden, sem tekur við embætti forseta 20. janúar, að skipa Cuomo í embætti dómsmálaráðherra.