Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Rannsókn á líðan fólks í COVID kynnt á upplýsingafundi

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sitja fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í dag. Þar verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér landi.

Gestur fundarins verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hún stendur fyrir rannsókn á líðan þjóðarinnar í faraldrinum.

Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í dag. Vísbendingar eru um að fólk sem hefur þurft að fara í einangrun vegna COVID-19 séu í aukinni áhættu á að finna finna fyrir einkennum þunglyndis og áfallastreitu í kjölfar veikindanna. Svipaðar vísbendingar eru meðal fólks sem hefur þurft að fara í sóttkví og þeirra sem eiga ættingja sem hafa greinst með sjúkdóminn.

Upplýsingafundurinn hefst klukkan 11 í dag og verður sýndur í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum útvarpað á Rás 2. Fundurinn er einnig túlkaður á pólsku á RÚV 2 og hér á vefnum.