Strandgæsla Malasíu lagði í liðinni viku hald á rúmlega tvö tonn af metamfetamíni í bát sem eltur var uppi undan norðurströnd landsins. Er þetta stærsti fíkniefnafundur sem liðsmenn strandgæslunnar hafa gert frá því að hún var sett á laggirnar fyrir 15 árum. Efnið í lest bátsins var í 130 sekkjum sem merktir voru sem kínverskt te. Söluvirði þess er metið á sem svarar 3,3 milljörðum króna.