Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eða Yohanna eins og hún kallar sig utan Íslands hefur verið heimsfræg á Íslandi frá 10 ára aldri. Hún er þekktust utan Íslands fyrir að hafa náð öðru sæti í Eurvison árið 2009 með flutningi á laginu Is it True? í Moskvu.
Síðustu ár hefur hún komið víða við og sungið útgefin lög með Baggalúti, Björgvin Halldórssyni, Einari Bárðarsyni, Páli Rósinkrans og fleirum. Auk þess hefur hún sungið mikið opinberlega með eiginmanni sínum tónlistarmanninum Davíð Sigurgeirssyni á stærri tónleikum og uppákomum.
Fyrr í nóvember sendi Jóhanna frá sér fyrsta lagið af plötunni Jól með Jóhönnu en það er lagið Löngu liðnir dagar sem hefur slegið í gegn á streymisveitum og í útvarpi. Jón Jónsson samdi lagið en textann gerði Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Auk lags þeirra félaga má finna eitt lag eftir Bubba Morthens á plötunni, annað eftir Gunnar Þórðarson, auk þess sem platan inniheldur útgáfu Jóhönnu af laginu Vetrarsól eftir Gunnar.
Þú getur hlustað á Jól með Jóhönnu í heild sinni ásamt kynningum söngkonunnar á tilurð laganna á Rás 2 eftir 10 fréttir í kvöld eða í spilara hér að ofan.