Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hundruð þúsunda á vergangi í Mósambík

14.12.2020 - 08:53
epa08559020 People sit outside an overcrowded house in an area that has become one of the main arrival points for displaced persons fleeing from armed violence raging in the province of Cabo Delgado, in the Paquitequete district of Pemba, northern Mozambique, 21 July 2020. Radical Islamist militant groups seeking to establish an Islamic state in the region, such as Ansar al-Sunna, have claimed responsibility for some of these attacks over the past year. The insurgent groups had taken control of strategic villages dotting the coast of the northern Cabo Delgado province ? which are located more than 100 kilometers (62 miles) from the provincial capital, Pemba ? for several days before they were driven out by troops belonging to the  Mozambique Defense Armed Forces (FADM).  EPA-EFE/RICARDO FRANCO
Flóttafólk frá Cabo Delgado. Mynd: EPA-EFE - LUSA
Hundruð þúsunda hafa hrakist á vergang vegna árása íslamskra vígamanna í Cabo Delgado-héraði í norðurhluta Mósambík og óttast Sameinuðu þjóðirnar að átökin breiðist til grannríkja verði ekki tekið í taumana.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, segir ríflega 420.000 manns hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna árása vígamanna, en stjórnvöld í Mósambík segja fjöldann enn meiri eða í kringum 570.000.

Flóttamannastofnunin hefur óskað eftir jafnviðri 2,5 milljarða króna til að hjálpa flóttafólki í Mósambík, en kveðst einungis hafa fengið loforð fyrir þriðjungi fjárins.

Leiðtogar Mósambík, Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Botswana ætla að hittast í Moputo, höfuðborg Mósabík, í dag, til þess að ræða ástandið.