
Akureyri framlengir samning um rekstur öldrunarheimila
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir beiðni um framlenginu hafi komið frá Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingum í ljósi heimsfaraldurs, en vinnu við yfirfærsluna var ekki að fullu lokið. Bærinn hafi talið það ábyrga afstöðu að ganga að þessu.
Verður ekki lengri tími en þessir fjórir mánuðir
Viðræður við Sjúkratrygginar hafi staðið frá því í sumar, eða frá því að Akureyrarbær sagði samningnum upp. Því miður hafi ekki náðst að ljúka yfirfærslunni. „Því mun ljúka eftir áramót, en ekki stendur til að reka öldrunarheimilin lengur en þessa fjóra mánuði til viðbótar,“ segir Ásthildur.
Farmlengdur samningur hagstæðari
Í dag var nýr samningur undirritaður um rekstur hjúkrunarheimilis, dagdvöl aldraðra og þróunarverkefni á sviði öldrunarþjónustu. Ásthildur segir þennan samning frábrugðinn þeim fyrr og hann sé hagstæðari fyrir bæinn. Samhliða hagræðingu í rekstri verði horft til þess að ná samþættingu við þjónustu aldraðra á Akureyri, auka gæði þjónustunnar og markmiðið sé að fólk geti búið sem lengst í heimahúsum.