Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Víða mikil rigning — ráð að huga að niðurföllum

13.12.2020 - 18:42
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Enn rignir á Suðausturlandi og Austfjörðum og Veðurstofan varar við auknu afrennsli með tilheyrandi vatnavöxtum. Í nýrri athugasemd frá veðurfræðingi á vef Veðurstofu Íslands er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Í nótt og á morgun er spáð norðaustanhvassviðri eða -stormi á Suðausturlandi. Þar geta vindhviður farið yfir 35 m/s og þar verður í gildi gul viðvörun fram til miðnættis annað kvöld. Einnig verður mjög vindasamt undir Eyjafjöllum. 

Samkvæmt Vegagerðinni eru vegir víðast hvar greiðfærir. Um landið norðanvert er sums staðar vetrarfærð. Þá er hætta á grjóthruni á þekktum skriðustöðum og vissara að fara með gát.