
Heilbrigðisstéttir gagnrýna frumvarp um sóttvarnalög
Þetta kemur fram í umsögnum Læknafélags Íslands og Sjúkraliðafélags Íslands við frumvarpið, en umsagnafrestur rann út í gær.
Í umsögn Læknafélagsins segir að félagið leyfi sér að gera sérstaka athugasemd við að svo virðist sem sóttvamaráð hafi ekki verið haft með í ráðum við undirbúning þessara lagabreytinga. „Það telur LÍ bagalegt, ekki síst í ljósi þess hlutverks sem sóttvamaráði er falið í gildandi sóttvamalögum.“
Þá gerir félagið athugasemd við óljóst hlutverk sóttvarnaráðs. „LÍ hafa borist ábendingar um það að sóttvamaráð hafi lítið verið notað til ráðgjafar í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir og veltir því fyrir sér hvort í ljósi þeirra breytinga sem lagðar eru til hvort ekki sé þá hreinlegra að leggja sóttvamaráð niður,“ segir í umsögninni.
Í umsögn Sjúkraliðafélagsins segir að í þeirri þekkingu á sóttvörnum sem sjúkraliðar búa yfir og þeir hafi tileinkað sér í störfum sínum felist mikilvæg sjónarmið. Umönnun og hjúkrun aldraðra, sem er sá hópur sem er í mestri áhættu í faraldrinum, sé fyrst og fremst á herðum sjúkraliða. „Sjúkraliðafélag Íslands leggur því til að sjúkraliða verði bætt í þann hóp sem myndar sóttvarnaráð,“ segir í umsögninni.