Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Assange hefur setið í fangelsi í 20 mánuði án dóms

13.12.2020 - 11:59
epa07500608 A person holds a sign during a rally calling for the release WikiLeaks founder Julian Assange, in Sydney, Australia, 12 April 2019. The President of Ecuador, Lenin Moreno, withdrew asylum of Assange, after accusing him of violating international agreements, a special protocol of coexistence and participating in a plot of institutional destabilization. Assange was arrested by British authorities on 11 April 2019.  EPA-EFE/PETER RAE  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í Belmarsh fangelsinu í London í tuttugu mánuði án dóms við ómannúðlegar aðstæður. Þetta segir Stella Morris, unnusta hans. Sakir hans séu að hafa birt sannar upplýsingar um pyntingar og misbeitingu bandarískra stjórnvalda.

Assange bíður þess að dómstóll úrskurði um það hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir fyrir að birta á WikiLeaks leynileg skjöl bandaríska hersins fyrir áratug síðan.  

 

Morris telur að áströlsk stjórnvöld eigi að setja sig í samband við yfirvöld, lýsa áhyggjum sínum af Assange, sem er ástralskur ríkisborgari, og tryggja að hann verði leystur úr haldi.  

Mál Assange fer næst fyrir dóm á morgun og er gert ráð fyrir að ákvörðun um framsal liggi fyrir fjórða janúar.   

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV