Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Telja sig þekkja orsök dularfulls sjúkdóms á Indlandi

11.12.2020 - 08:01
epa08320814 Stranded passengers wait for transportation at the general bus stand during a lockdown in Jammu, India, 25 March 2020. Prime Minister of India Narendra Modi declared a 21-day lockdown across India, which started on 24 March, in a bid to slow down the spread of the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus. According to health authorities, India has 519 confirmed cases of COVID-19.
Hópur Indverja í borginni Jammu bíður eftir því að komast heim áður en útgöngubann skellur á. Mynd: EPA-EFE - EPA
Meira en fimm hundruð manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og einn látist úr dularfullum sjúkdómi sem herjað hefur á íbúa í borginni Eluru á Indlandi. Indversk yfirvöld sendu teymi sérfræðinga á staðinn og þeir telja sig hafa komist að ástæðu veikindanna.

Sérfræðingarnir eru þrír og vinna hjá Læknavísindastofnun Indlands. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsókna þeirra virðist sökudólgurinn vera tveir málmar, nikkel og blý. Leifar af þeim fundust í blóði hluta sjúklinganna.

Því var hafin umfangsmikil rannsókn á drykkjarvatni í borginni undir stjórn næringarfræðistofnunar Indlands. Vatn rennur til Eluru í tveimur áveituskurðum sem liggja um ræktarland. Verið er að kanna hvort skordýraeitur eigi einhvern þátt í veikindunum.

Vonast er til að rannsókn verði lokið á mánudag og þá liggi fyrir orsök þessa dularfulla sjúkdóms.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV