Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lífstíðardómur fyrir morðið á Hariri

11.12.2020 - 12:01
Erlent · Asía · Líbanon
epa08876915 Judge David Re (2-L), Judge Janet Nosworthy (L) and the prosecution and counsel, who can be seen on screens via a video link due to COVID-19 measures, open the session of the Lebanon Tribunal in Leidschendam, The Netherlands, 11 December 2020, where the sentence was determined for Salim Jamil Ayyash, a member of the Hezbollah militant group who was convicted of involvement in the assassination of former Lebanese Prime Minister Rafik Hariri and 21 others 15 years ago. Ayyash is not in custody and will probably never serve his sentence.  EPA-EFE/PETER DEJONG / POOL
Við dómsuppkvaðninguna í Leidschendam í morgun. Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Salim Ayyash, liðsmaður Hisbollah-samtakanna í Líbanon, var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forseta Líbanons. Dómurinn var kveðinn upp við sérstakan dómstól Sameinuðu þjóðanna í Leidschendam í Hollandi. 

Hariri var forsætisráðherra Líbanons, fyrst frá 1992-1998 og svo aftur frá 2000-2004. Hann var ráðinn af dögum í febrúar árið 2005. Öflug sprengja sprakk þar sem bílalest hans fór hjá í Beirút, höfuðborg Líbanons. Tilræðið er talið hafa verið sjálfsvígsárás.

Alls létu tuttugu og þrír lífið í tilræðinu, þar á meðal lífverðir Hariris og annar fyrrverandi ráðherra. Nærri 230 særðust, margir alvarlega. 

Salim Ayyash, var í ágúst sakfelldur fyrir morðið á Hariri og aðild að hryðjuverkastarfsemi, en hann er talinn hafa skipulagt ódæðið. Ayyash hefur um árabil farið huldu höfði, einnig þrír grunaðir samverkamenn hans, en ákærur á hendur þeim voru felldar niður vegna skorts á sönnunargögnum.

Dómarar sögðu einnig í morgun að ekki hefðu verið lögð fram sönnunargögn sem tengdu forystumenn Hisbollah-samtakanna eða stjórnvöld í Sýrlandi við morðið á Hariri, en valdamiklir aðilar hefðu sennilega verið viðriðnir það.

Annað mál á hendur Ayyash er óuppgert hjá dómstólnum en það snýst um aðrar árásir á líbanska stjórnmálamenn á árunum 2004-2005. 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV