Kim var hvergi nærri óumdeildur enda hafði hann verið sakaður um að hafa misnotað leikkonur sem komu fram í kvikmyndum hans. Hann hafði ekki brugðist við þeim ásökunum þegar hann lést.
Myndir Kims eru þrungnar ofbeldi og mannlegri grimmd enda skiptust áhorfendur í tvo hópa. Ýmist var hann úthrópaður fyrir kvenhatur eða hylltur fyrir túlkun sína á lífi fólks á jaðri samfélagsins.
Í lettneskum miðlum segir að Kim hafi verið staddur þar í landi í fasteignahugleiðingum enda hafi hann hugsað sér að flytjast þangað búferlum.