Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19

epa08877450 (FILE) South Korean director Kim Ki-duk poses during a photocall for 'Inkan, Gongkan, Sikan Grigo Inkan - Human, Space, Time and Human' at the 68th annual Berlin International Film Festival (Berlinale), in Berlin, Germany, 17 February 2018 (re-issued 11 December 2020). Media reports on 11 December state that South Korean movie director Kim Ki-duk died of complications after  a Covid-19 infection at the age of 59 while he was working in Latvia.  EPA-EFE/HAYOUNG JEON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19

11.12.2020 - 19:55

Höfundar

Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.

Kim var hvergi nærri óumdeildur enda hafði hann verið sakaður um að hafa misnotað leikkonur sem komu fram í kvikmyndum hans. Hann hafði ekki brugðist við þeim ásökunum þegar hann lést.

Myndir Kims eru þrungnar ofbeldi og mannlegri grimmd enda skiptust áhorfendur í tvo hópa. Ýmist var hann úthrópaður fyrir kvenhatur eða hylltur fyrir túlkun sína á lífi fólks á jaðri samfélagsins.

Í lettneskum miðlum segir að Kim hafi verið staddur þar í landi í fasteignahugleiðingum enda hafi hann hugsað sér að flytjast þangað búferlum.

Tengdar fréttir

Erlent

Pietà besta kvikmyndin í Feneyjum