Kórar Langholtskirkju syngja inn jólin

Mynd: Langholtskirkja / RÚv

Kórar Langholtskirkju syngja inn jólin

11.12.2020 - 13:28

Höfundar

Jólatónleikar eru stór hluti af jólaundirbúningi og aðventu. Þeir verða færri og með öðru sniði víða í ár. Kórar Langholtskirkju birtu í morgun litla jólakveðju þar sem kórarnir syngja saman lagið Jólin alls staðar eftir hjónin Jón Sigurðsson og Jóhönnu G. Erlingsson.

Kórfélagarnir eru á aldrinum þriggja til fimmtíu ára. Lagið var samið fyrir 60 árum síðan af þeim hjónum Jóni og Jóhönnu. Jóhanna söng í mörg ár með Kór Langholtskirkju og var virkur þátttakandi í öðru starfi kirkjunnar en hún lést fyrr á þessu ári.

Jón spilaði á árlegum Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju á kontrabassa eða bassafiðlu eins og hann vildi kalla hljóðfærið. Hann spilaði með á árunum 1984-2006 en hann lést árið 2007. Það er einnig skemmtilegt að nefna að barnabarn þeirra, Ragna Bjarnadóttir, syngur nú með Kór Langholtskirkju. Þess má einnig geta að barnabarnabarnabarn þeirra hjóna syngur einnig með barnakórnum. 

Myndskeið af flutningi kóranna má sjá hér að ofan.

Tengdar fréttir

Myndlist

„Einstök jólagjöf“

Innlent

Hvað má um jól í tíu manna samkomutakmörkunum?

Popptónlist

Rökkurpopp, jólatónar, Jülevenner og fleira gúmmelaði