Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Háskólanemum býðst að þróa græn svæði í borginni

11.12.2020 - 16:42
Séð yfir Reykjavík eftir Bústaðavegi. Breiðholt í fjarska.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Reykjavíkurborg hefur lagt til afmarkað svæði í Efra-Breiðholti til alþjóðlegrar samkeppni á vegum samtakanna C40 Reinventing Cities, sem gengur undir heitinu Students Reinventing Cities.

Háskólanemum býðst að þróa svæði við Austurberg og Gerðuberg, en Reykjavík er ein af um átján borgum sem taka þátt. Reykjavík er hluti af samtökunum sem hafa það að stefnumiði að gera borgir sjálfbærar og grænar í baráttunni gegn loftslagsvánni, líkt og segir á vef borgarinnar.

Verkefnin þurfa að stuðla að hvorutveggja auk þess að styðja við styðja við blómlegt og sjálfbært borgarmannlíf. Verið er að þróa fjórar lóðir í borginni í samvinnu við C40, í Gufunesi, við Lágmúla, á Ártúnshöfða og við Sævarhöfða.

Þar er unnið að því að finna nýtt og grænna hlutverk fyrir 40 metra háa turna þar sem athafnasvæði Björgunar var fyrrum. Við Lágmúla og á Ártúnshöfða verða byggð umhverfisvæn timburhús þar sem jarðhiti verður nýttur til sjálfbærni.