Taylor Swift – Willow
Hin þrítuga megastjarna Taylor Swift endurtók leikinn frá því fyrr í ár með plötuna Folklore; að dúndra út með litlum fyrirvara níundu breiðskífu sinni sem heitir Evermore. Platan er systraplata Folklore og er tekin upp í beinu framhaldi af henni því samkvæmt tónlistarkonunni þá gat gengið, sem í eru meðlimir úr the National, Haim og Bon Iver, ekki hætt að semja þegar það var komið í gang.