Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Disney boðar nýja Stjörnustríðsmynd um jólin 2023

This image released by Lucasfilm shows Gwendoline Christie as Capt. Phasma in "Star Wars: The Last Jedi." (Lucasfilm via AP)
 Mynd: AP

Disney boðar nýja Stjörnustríðsmynd um jólin 2023

11.12.2020 - 06:50

Höfundar

Aðdáendur Stjörnustríðskvikmyndabálksins geta nú farið að hlakka til eða kvíða fyrir, eftir því hvernig þeim hugnast meðferð Disney-risans á þessum ævintýraheimi, því forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu í gær að ný mynd sé í startholunum. Hún ber heitið Rogue Squadron, Skálkasveitin, og ætlunin er að frumsýna hana um jólin 2023.

Sögusvið myndarinnar er sagt í fjarlægri framtíð, þar sem ný kynslóð geimskutlufljúgandi ofurhuga hættir lífi sínu í baráttu við alls kyns illyrmi úr öllum kimum alheimsins.

Leikstjórinn verður Patty Jenkins, sem meðal annars leikstýrði kvikmyndinni Wonder Woman sem frumsýnd var 2017. Nýja myndin var kynnt á fjárfestadegi Disney í gær ásamt ýmsu efni öðru sem þar er í pípunum, meðal annars sjónvarpsþáttaröðum úr Stjörnustríðsheiminum; hliðarseríu sem skaparar Mandalorian-syrpunnar bera ábyrgð á og annarri sem skartar Lando Calrissian í aðalhlutverki. Lando þessi er félagi Hans Óla, sem síðast dúkkaði upp í kvikmyndinni The Rise of Skywalker árið 2019 eftir 39 ára fjarveru. 

Tengdar fréttir

Erlent

Stjörnustríðsleikföng seld fyrir metfé

Kvikmyndir

Skiptar skoðanir á nýju Stjörnustríðs kvikmyndinni

Kvikmyndir

Sjöundi kafli Stjörnustríðs ýmist frábær eða ekki spes