Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Dauðsföllum óbreyttra borgara fjölgað gríðarlega

epa08777893 A boy who was injured in a bomb attack receives medical treatment at a hospital in khost, Afghanistan, 27 October 2020. At least two policemen were killed and dozens wounded when car bomb was detonated at the gate of a special police forces base in Khost city.  EPA-EFE/AHMADULLAH AHMADI
Drengur sem særðist í sprengjuárás í Khost í Afganistan í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjöldi óbreyttra borgara sem féll í loftárásum alþjóðlegs herliðs í Afganistan fjölgaði mikið frá 2016 til 2019. Þetta er afleiðing rýmri reglna um valdbeitingu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti setti árið 2017 samkvæmt nýrri skýrslu.

Skýrslan var unnin af Brown háskóla í Bandaríkjunum.

Alls féllu 700 óbreyttir borgarar í loftárásum í Afganistan í fyrra og er það meiri fjöldi á einu ári en þekkst hefur frá því stríðið hófst árið 2001 með innrás alþjóðlegs herliðs undir stjórn NATO.

Í inngangsorðum skýrslunnar segir að fjöldi dauðsfalla óbreyttra borgara haldist í hendur við hve strangar reglur bandaríski herinn setur sér um valdbeitingu og loftárásir. Þar segir að markmiðið með breyttum reglum 2017 hafi verið að gefa Bandaríkjunum meiri ítök við samningaborðið í friðarviðræðum við Talibana, sem lauk með samkomulagi í febrúar. Frá því það var undirritað hefur fjölda loftárása alþjóðlega herliðsins fækkað talsvert.

epa04227696 US NATO soldiers visit a market of Kandahar, Afghanistan, 27 May 2014. President Barack Obama said on 26 May he hoped the Afghan government will soon sign a long-delayed bilateral security agreement that will allow the US to maintain a troop presence in the country. The remarks came during a surprise visit to American troops in Afghanistan. The trip - Obama's fourth to Afghanistan - was months in the planning but kept under wraps because, as Obama said, Afghanistan is still a "very dangerous place."  EPA/MUHAMMAD SADIQ
Bandarískir hermenn í Afganistan. Mynd: EPA
Bandarískir hermenn í Afganistan.

Nú standa yfir viðræður milli talibana og afganskra stjórnvalda í Katar. Samhliða þeim hefur fjöldi loftárása sem afganski flugherinn aukist mikið og samkvæmt skýrslunni er sama skýring á því og aukningu loftárása alþjóðaherliðsins, að styrkja stöðu afganskra stjórnvalda við samningaborðið. Aukið mannfall í röðum óbreyttra borgara sé bein afleiðing þessa. Á fyrstu sex mánuðum ársins létust 86 óbreyttir borgarar í loftárásum afganska flughersins og 103 særðust. Frá júlí til loka september féllu 70 óbreyttir borgarar í loftárásum flughersins og 90 særðust.