
Dauðsföllum óbreyttra borgara fjölgað gríðarlega
Skýrslan var unnin af Brown háskóla í Bandaríkjunum.
Alls féllu 700 óbreyttir borgarar í loftárásum í Afganistan í fyrra og er það meiri fjöldi á einu ári en þekkst hefur frá því stríðið hófst árið 2001 með innrás alþjóðlegs herliðs undir stjórn NATO.
Í inngangsorðum skýrslunnar segir að fjöldi dauðsfalla óbreyttra borgara haldist í hendur við hve strangar reglur bandaríski herinn setur sér um valdbeitingu og loftárásir. Þar segir að markmiðið með breyttum reglum 2017 hafi verið að gefa Bandaríkjunum meiri ítök við samningaborðið í friðarviðræðum við Talibana, sem lauk með samkomulagi í febrúar. Frá því það var undirritað hefur fjölda loftárása alþjóðlega herliðsins fækkað talsvert.
Nú standa yfir viðræður milli talibana og afganskra stjórnvalda í Katar. Samhliða þeim hefur fjöldi loftárása sem afganski flugherinn aukist mikið og samkvæmt skýrslunni er sama skýring á því og aukningu loftárása alþjóðaherliðsins, að styrkja stöðu afganskra stjórnvalda við samningaborðið. Aukið mannfall í röðum óbreyttra borgara sé bein afleiðing þessa. Á fyrstu sex mánuðum ársins létust 86 óbreyttir borgarar í loftárásum afganska flughersins og 103 særðust. Frá júlí til loka september féllu 70 óbreyttir borgarar í loftárásum flughersins og 90 særðust.