Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis halda upplýsingafund í dag klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum útvarpað á Rás 2. Fundurinn er túlkaður á pólsku á RÚV2 og hér á vefnum.