Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Tuga milljarða samdráttur í veitingageiranum

10.12.2020 - 06:42
Veitingastaður
 Mynd: Fréttir
Kortavelta í veitingageiranum var 22 milljörðum króna minni á tímabilinu mars til október á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þar munar mestu um 19 milljarða samdrátt í kortaveltu erlendra ferðamanna.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðukonu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, að síðustu ár hafi um þriðjungur tekna veitingageirans komið frá erlendum ferðamönnum, en þá hefur nánast mátt telja á fingrum sér undanfarnar vikur og mánuði.

Þá hafa sóttvarnaráðstafanir sett stórt strik í reikning veitingamanna, sem aðeins mega taka á móti broti þeirra gesta sem staðir þeirra leyfa í venjulegu árferði.