Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Segir fólki að búa sig undir samningslaust Brexit

10.12.2020 - 18:59
epa08874792 Britain's Prime Minister Boris Johnson welcomes Crown Prince of the Emirate of Abu Dhabi, Sheikh Mohammed bin Zayed Al Nahyan (not pictured) to his official residence at 10 Downing Street in London, Britain, 10 December 2020.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir miklar líkur á því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samkomulags við Evrópusambandið. Viðskiptalífið og almenningur yrði að vera búin undir slíka stöðu þótt samningaviðræðum verði haldið áfram.

Johnson og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, snæddu saman kvöldverð í gærkvöld ásamt Michel Barnier og Frost lávarði, sem fara fyrir samninganefndum Breta og ESB.  

Von der Leyen sagði eftir kvöldverðinn að umræðurnar yfir kvöldverðinum hefðu verið líflegar og áhugaverðar en báðir aðilar væru sammála um að enn væri langt til lands. 

Johnson sagði í viðtali við BBC nú síðdegis að samninganefnd Bretlands ætlaði að leggja sig alla fram við að ná samkomulagi. 

Hann væri sjálfur tilbúin að ferðast til Parísar eða Berlínar ef þess gerðist þörf.  „En miðað við stöðu mála er nauðsynlegt að Bretar séu undirbúnir undir áströlsku leiðina; að vera ekki með fríverslunarsamning við Evrópusambandið. “