Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Jón og Friðrik Þór fá heiðurslaun listamanna

Mynd með færslu
 Mynd: Andri Freyr Viðarsson

Jón og Friðrik Þór fá heiðurslaun listamanna

10.12.2020 - 10:42

Höfundar

Allsherjarnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir Jón Ásgeirsson tónskáld og Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri komi inn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna.

Þeir fá launin í stað þeirra Ragnars Bjarnasonar sem lést fyrr á þessu ári og Jóhanns Hjálmarssonar sem er nýlátinn.

Allsherjarnefnd komst að þessari sameiginlegu niðurstöðu á fundi sínum í morgun sem verður lögð fram sem breytingartillaga við umræðu um fjárlög næsta árs sem hefst á eftir.

Alþingi veitir allt að 25 listamönnum heiðurslaun í fjárlögum hvers árs. Þeir einir geta notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína. Þá má einnig veita þeim heiðurslaun ef störf þeirra að listum hefur skilað miklum árangri á Íslandi eða á Alþjóðavettvangi.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Raggi Bjarna fær heiðurslaun listamanna

Stjórnmál

Bubbi fær heiðurslaun listamanna

Stjórnmál

Fjögur ný á lista þeirra sem fá heiðurslaun