Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Alríkið og 45 ríki Bandaríkjanna í mál við Facebook

10.12.2020 - 03:51
epa08873285 (FILE) - A Facebook logo on a stand during the Vivatech startups and innovation fair, in Paris, France, 16 May 2019 (Reissued 09 December 2020). The Federal Trade Commision (FTC), with a coalition of attorneys general of 46 states with Washington DC and Guam, sued Facebook on 09 December, alleging that Facebook is illegally maintaining a social network monopoly through anticompetitive conduct.  EPA-EFE/Julien de Rosa
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska viðskiptaeftirlitið og ríkissaksóknarar 45 ríkja Bandaríkjanna hafa höfðað mál á hendur Facebook, þar sem þessi risi í heimi samfélagsmiðlanna er sakaður um ólögmæta viðskiptahætti og brot á lögum um hringamyndun við uppkaup sín á keppinautum og tilraunir til að drepa af sér alla samkeppni.

Í kærunum er megináhersla lögð á kaup Facebook á samfélagsmiðlunum Instagram og WhatsApp, sem báðir voru orðnir giska stöndugir og vinsælir miðlar þegar Facebook keypti þá, og farið er fram á að kaupin verði látin ganga til baka. Einnig er tíndur til fjöldi minni miðla sem Facebook gleypti áður en þeir fóru að ógna veldi þess, til að styrkja málflutning sækjenda.

Fágæt samstaða Demókrata og Repúblikana

Lögsóknirnar eru taldar til marks um fágæta þverpólitíska samstöðu Demókrata og Repúblikana, um að knýja stærstu netrisana til að láta af vafasömum viðskiptaháttum og einokunartilburðum. Fyrr í haust höfðaði bandaríska dómsmálaráðuneytið mál á hendur Google fyrir svipaðar sakir

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV