Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð á Kolbeinseyjarhrygg

09.12.2020 - 09:13
Skjálftar 9.12.20
 Mynd: Veðurstofa Íslands - Kort
Á annan tug jarðskjálfta varð á Kolbeinseyjarhrygg, um 200 kílómetra norður af Gjögurtá, í nótt. Fjórir þeirra mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti 3,3 og varð hann klukkan hálf tvö í nótt.

Hann varð klukkan hálf tvö í nótt. 

 

Gjögurtá er á Tjörnesbrotabeltinu þar sem yfir 21.000 jarðskjálftar hafa mælst síðan í júní. Stærstu skjálftarnir urðu á fyrstu dögum hrinunnar og mældust þeir yfir 5 að stærð.

Tjörnesbrotabeltið er annað tveggja þverbrotabelta hér á landi og tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið. 

 

Klukkan rúmlega eitt mældist skjálfti af stærðinni 3. Nokkrum mínútum síðar varð annar af stærðinni 3,2 og skömmu síðar sá þriðji sem var 3,1. Stærsti skjálftinn, 3,3, mældist svo klukkan hálf tvö. 

Einnig mældist jarðskjálfti af stærðinni 2,9 á svipuðum tíma.