Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Áttatíu milljónir á vergangi

epa08858044 Ethiopian refugees from Tigray region wait in line to receive aid at the Um Rakuba refugee camp, the same camp that hosted Ethiopian refugees during the famine in the 1980s, some 80 kilometres from the Ethiopian-Sudan border in Sudan, 30 November 2020 (issued 02 December 2020). According to World Food Programme on 02 December, about 12,000 Ethiopian refugees from Tigray are accommodated in the Um Rakuba camp as over 40,000 Ethiopian refugees fled to Sudan since the start of fights in the northern Tigray region of Ethiopia. Ethiopia's military intervention   comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest. According to reports on 02 December 2020, UN reached an agreement with Ethiopian government to provide aid for the Tigray region of Ethiopia.  EPA-EFE/ALA KHEIR
Flóttafólk frá Tigray-héraði í Eþíópíu í Um Rakuba-flóttamannabúðunum í Súdan. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir áttatíu milljónir manna eru á vergangi vegna átaka eða ofsókna víðs vegar um heim. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu.

Um síðustu áramót hafi 79,5 milljónir manna verið á vergangi af þessum sökum, en nýlegar upplýsingar gefi til kynna aukningu á þessu ári þannig að fjöldinn sé komin yfir áttatíu milljónir.

Það stafi ekki síst af stríðsátökum í Sýrlandi, Jemen, Mósambík, Sómalíu og Austur-Kongó. Þá hafi margir hrökklast frá heimkynnum sínum vegna árása vígahópa á Sahel-svæðinu í Afríku.

Tilmæli um vopnahlé vegna kórónuveirufaraldursins hafi lítið haft að segja. Þá hafi ýmsar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins torveldað fólki að flýja átök og ofbeldi, en í fyrstu bylgju faraldursins hafi fjöldi ríkja lokað landamærum sínum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV