Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Varað við fölsuðum bóluefnum

epa08868332 A doctor prepares to inoculate a volunteer with India's first Covid-19 vaccine, locally developed by Bharat Biotech in collaboration with the Indian Council of Medical Research (ICMR), during the Phase 3 trial at the People's Medical College in Bhopal, India, 07 December 2020. According to media reports, phase 3 trial of Covaxin will involve 26,000 volunteers who will receive the doses across 25 centers all over India and will be monitored accordingly. The trial has already begun in 10 different Indian cities.  EPA-EFE/SANJEEV GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við fölsuðum bóluefnum, en dæmi eru um að skipulagðir glæpahópar hafi nýtt sér þær aðstæður sem upp hafa komið vegna kórónuveirufaraldursins og selt önnur efni eða lyf sem bóluefni. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er ekki vitað um slík dæmi hér á landi.

Evrópulögreglan, Europol, hefur gefið út viðvörun þessa efnis til aðildarríkja sinna og þar kemur fram að nýleg dæmi um þetta sé að finna á djúpnetinu og að þar séu efni, sem merkt séu þekktum lyfjaframleiðendu, auglýst og seld sem bóluefni við kórónuveirunni.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að slík efni veiti í besta falli falska vörn, í versta falli geti þau verið hættuleg heilsu fólks. Þau vinni gegn markmiðum yfirvalda við að ná faraldrinum niður. 

Europol hefur áður gefið út viðvaranir um efni, sem sögð eru varna gegn COVID-19 smiti, en skipulögð glæpasamtök hafa framleitt og selt slíkan varning frá upphafi faraldursins. Á vefsíðu Europol segir að slík samtök notfæri sér upplýsingaóreiðu og falsfréttir til að koma söluvöru sinni á framfæri. Ekki sé fylgt viðurkenndum stöðlum við framleiðslu efnanna og stundum rati þau inn á almennan markað, við hlið viðurkenndra lyfja,