Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sveitarfélög ræða saman um sameiningu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Sigurður K. Þórisson
Nokkur sveitarfélög á Norðurlandi og á Suðurlandi eru nú í viðræðum um að sameinast. Í fimm sveitarfélögum á Suðurlandi vilja flestir íbúarnir sameinast.

Nýjasta sveitarfélag landsins er Múlaþing. Það varð til þegar fjögur sveitarfélög á Austurlandi sameinuðust í eitt. Það gerðist fyrr á þessu ári. Víðar á landinu eru nú formlegar viðræður um sameiningu.

Viðræður á tveimur landsvæðum á Norðurlandi

Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit eru að ræða um sameiningu. Þar er stefnt á að kjósa um sameininguna 5. júní. Öll sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu ætla líka að ræða formlega saman um að sameinast í eitt. Þar er markmiðið líka að kjósa um sameiningu 5. júní.

Fimm sveitarfélög á Suðurlandi ræða sameiningu

Fimm sveitarfélög á Suðurlandi eru í þann veginn að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Þar var viðhorf íbúa til sameiningar kannað. 70% þeirra eru hlynnt sameiningu.

Fleiri sveitarfélög íhuga sameiningu

Annars staðar á landinu eru fleiri sveitarfélög farin að íhuga sameiningu. Ísfirðingar gætu þannig haft hag af að sameinast Bolungarvík og Súðavík. Svalbarðs-strandar-hreppur gæti viljað ræða við nágranna sína um sameiningu. Í Kjósarhreppi er verið skoða kostina við að sameinast öðru sveitarfélagi. Í Dalabyggð er verið að greina helstu valkosti sameiningar.

Ástæður fyrir sameiningu

Tvö mikilvæg atriði valda því að víða er verið að ræða um sameiningu sveitarfélaga.

Annað atriðið er frumvarp til laga sem liggur núna fyrir Alþingi. Ef það verður samþykkt mega íbúar í einu sveitarfélagi ekki vera færri en 250 árið 2022. En árið 2026 mega ekki vera færri en 1000 íbúar í einu sveitarfélagi.

Hitt atriðið er að ef sveitarfélög sameinast geta þau fengið fjárhagslegan stuðning frá ríkinu. Það hvetur sveitarstjórnir til að ræða saman um sameiningu.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur