Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID

07.12.2020 - 01:09
epa08867757 People return home from restaurants in Seoul, South Korea, 06 December 2020, in compliance with the Seoul city government's toughened social distancing rules that made such facilities shut down at 9:00 p.m. amid the coronavirus resurgence.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
 Mynd: EPA-EFE - YNA
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.

Líkamsræktarstöðvum verður lokað og karaeoki-börum einnig. Veitingahúsum, knæpum og kaffihúsum ber að loka klukkan níu að kvöldi. Samkomutakmarkanir verða einnig settar á í öðrum landshlutum en ekki jafnharðar og í höfuðborginni.

Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar vari í þrjár vikur, hið minnsta. Í dag greindust ríflega 630 með COVID-19 sem er það mesta undanfarna níu mánuði. Heilbrigðisráðherra landsins, Park Neung-hoo óttast að missa tök á faraldrinum verði ekki brugðist skjótt við.

Þegar faraldurinn reið yfir fyrr á þessu ári tókst Suður-Kóreumönnum vel að hafa hemil á útbreiðslu hans með því að skima og rekja smit af kappi. Undanfarnar vikur hefur orðið bakslag, nú eru tæplega 8 þúsund virk smit í landinu og uggur um að innlögnum á sjúkrahús fjölgi.

Alls hafa 37 þúsund greinst með veiruna og 545 látist af völdum hennar í landinu sem telur um 52 milljónir íbúa.