Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ríkissaksóknari Kaliforníu verður félagsmálaráðherra

07.12.2020 - 02:40
epa08867751 (FILE) - Attorney General of California Xavier Becerra gathers with plaintiffs of the DACA (Deferred Action for Childhood Arrivals) case outside the US Supreme Court after the justices heard oral arguments on whether the Department of Homeland Security's bid to bring an end to the DACA policy is lawful in Washington, DC, USA, 12 November 2019 (Reissued 06 December 2020). According to reports, President-elect Joe Biden has picked Xavier Becerra to be secretary of health and human services.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandarískir fjölmiðlar staðhæfa að Joe Biden hyggist tilnefna Xavier Becerra sem félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Biden hefur lagt áherslu fjölbreytni í mannavali við ráðuneyti síns og stofnanir.

Becerra sem sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 1993 til 2017 barðist ötullega fyrir réttindum fólks af rómönskum uppruna og studdi heilbrigðiskerfi Barracks Obama með ráðum og dáð.

Hann tók við af Kamölu Harris sem ríkissaksóknari Kaliforníu þegar hún var kjörin í Öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2016. Verði Becerra fyrir valinu bíður hans erfitt verkefni, glíman við kórónuveirufaraldurinn sem þegar hefur kostað 282 þúsund Bandaríkjamenn lífið.