Hverjir finna fyrir kórónuveirukreppunni?

20.252 voru atvinnulausir í október
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Um 11% fólks á vinnumarkaði er atvinnulaust, annað hvort alveg eða að hluta. Það eru 25 þúsund manns, átta þúsund þeirra eru erlendir ríkisborgarar. Til samanburðar fór atvinnuleysi hæst í rúm 9% í hruninu. Í lok árs er spáð að atvinnuleysi nái yfir 12%.
Almennt atvinnuleysi var meira í október en það varð mest í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Atvinnuleysi varð þá 9,1% í apríl 2009 og svo 9,3% í febrúar ári síðar. Vinnumálastofnun skildi almennt atvinnuleysi frá hþeim sem þiggja hlutabætur frá og með mars 2020 eins og það er skilgreint í sérstökum lögum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Bláa línan táknar hlutfall fólks á hlutabótum. Rauða línan táknar atvinnulausa.
 

Apríl 2020 17,8%

15%

Janúar 1997 7,5%

Apríl 2009 9,1%

10%

Október 2020 9,9%

5%

0%

Nýjustu útgefnu tölur Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi eru fyrir október. Tölur fyrir nóvember berast síðar í þessum mánuði. Vísbendingar eru um að umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi verið færri í nóvember en í október.
Góðar fréttir af þróun bóluefna gegn COVID-19 hafa vakið vonir og fyrirtæki eru jafnvel farin að endurráða starfsfólk. En hverjir eru það sem hafa misst vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins? Vísbendingar um það má finna í tölum Vinnumálastofnunar fyrir október.

Fjöldi atvinnulausra eftir greinum

Fjöldi atvinnulausra í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu var 20.252 í október. Flestir höfðu starfað í einhverskonar ferða- eða veitingaþjónustu, samtals 6.998 manns. Stærsti hópur atvinnulausra úr einstökum atvinnugreinaflokki var úr verslun og vöruflutningum eða 2.891.
Í október voru lang flestir á hlutabótum í veitingageiranum eða 1.194, þeim fjölgaði um næstum helming milli mánaða. Alls voru 4.759 í skertu starfshlutfalli.
= 10 atvinnulausir
= 10 á hlutabótum
Upplýsingatækni
449
(148)
 
Fjármál og fasteignir
571
(35)
 
Annað og óvíst
759
(20)
 
Landbúnaður og sjávarútvegur
1.019
(66)
 
Menning og félagsmál
1.379
(499)
 
Sérfræði- og önnur þjónusta
1.536
(326)
 
Opinber þjónusta
1.940
(43)
 
Iðnaður og byggingar­iðnaður
2.710
(387)
 
Verslun og vöruflutningar
2.891
(563)
 
Ferða- og veitingaþjónusta
6.998
(2672)
 

Hverjir eru atvinnulausir?

Hér að neðan er fjöldi þeirra sem voru atvinnulausir í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu í október taldir sem hlutfall. Samtals eru 20.252 atvinnulausir, konur og kallar, á öllu landinu. Aðeins stærri hluti kvenna á vinnumarkaði eru atvinnulausar en karlar. Konur á atvinnumarkaði eru hins vegar færri en karlar.
Konur
11,4%
9.299
 
Karlar
10,8%
10.953
 
22% allra erlendra ríkisborgara hérlendis voru án atvinnu í október, eða 8.204. Helmingur þeirra eru Pólverjar, 4.063. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar.
Íslendingar
59,49%
12.048 manns
 
Pólverjar
20,06%
4.063 manns
 
Annað þjóðerni
20,45%
4.141 manns
 

Karolina Kryspowicka-Lisińska, sækir um starf nær daglega en hefur til þessa ekki fengið atvinnuviðtal. Hún ræddi við fréttastofu í október. „Ég reyni að sækja um alls staðar en það er ekki auðvelt. Af því ég tala ekki reiprennandi íslensku og í mörgum atvinnuauglýsingum er gerð krafa um íslenskukunnáttu.“

Þannig það er erfitt að keppa við Íslendingana? „Svolítið, já. Ég vil ekki kvarta yfir því af því það var mín ákvörðun að læra ekki málið strax.“

Flestir eru atvinnulausir á aldrinum 30-39 ára, eða 6.233 í lok október. Samanlagt eru 12.157 atvinnulausir í tveimur yngstu aldurshópunum (18-39 ára). Næstum tvöfalt fleiri en á aldrinum 40-59 ára.
18-29 ára
29,25%
5.924 manns
 
30-39 ára
30,78%
6.233 manns
 
40-49 ára
18,50%
4.141 manns
 
50-59 ára
13,62%
2.759 manns
 
60-69
7,85%
1.590 manns
 

Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir og Guðni Rúnar Jónasson, par sem missti vinnuna í fyrstu bylgju faraldursins gagnrýna að þeim standi ekki bjargir til boða fyrr en þau eru komin á brúnina. Það væri firra að hafa ekki áhyggjur. Þau kalla eftir því að fólk fái hjálp áður en það steypist í skuldir. Þau sögðu fréttastofu frá sinni sögu í október.

Atvinnuleysi jókst milli mánaða í öllum landshlutum. Sem fyrr er staðan langverst á Suðurnesjum í október, þar sem er nærri tvöfalt meira atvinnuleysi en á höfuðborgarsvæðinu eða 21,2% samanlagt. Það eru 3.269 á fullum atvinnuleysisbótum október. Á höfuðborgarsvæðinu er 11,3% atvinnuleysi, 13.119 í almenna kerfinu.
Höfuðborgarsvæðið
11,3%
 
Suðurnes
21,3%
 
Vesturland
7,0%
 
Vestfirðir
4,5%
 
Norðurland vestra
4,3%
 
Norðurland eystra
7,7%
 
Austurland
7,0%
 
Suðurland
10,0%
 
Heimild: Vinnumálastofnun.
07.12.2020 - 08:00