Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrýstir á ríkisstjóra Georgíu að ógilda niðurstöður

epaselect epa08865537 US President Donald J. Trump speaks during a campaign rally to support Georgia Republican Senators David Perdue and Kelly Loeffler in their upcoming runoff election at Valdosta Regional Airport in Valdosta, Georgia, USA, 05 December 2020. Perdue faces Democrat John Ossoff and Loeffler faces Democrat Reverend Rafael Warnock in the 05 January 2021 runoff election.  EPA-EFE/STAN BADZ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýstir nú á Brian Kemp ríkisstjóra Georgíu að sjá til þess að sigur Joes Biden í ríkinu verði ógiltur. Forsetinn notaði Twitter aðgang sinn til að hvetja Kemp, sem er Repúblikani, til að kalla ríkisþingið saman í þessum tilgangi.

Sigur Bidens í kosningunum 3. nóvember var innsiglaður með niðurstöðunni í Georgíu þar sem hann hafði betur með naumum mun. Trump hélt útifund í ríkinu í gær til stuðnings tveimur öldungardeildarframbjóðendum Repúblikanaflokksins.

Missi flokkurinn þingmenn sína þar í aukakosningum í janúar er úti um meirihluta hans í deildinni. Washington Post greinir frá því að Trump hafi hringt í Kemp ríkisstjóra í gær og krafist þess að hann léti endurskoða talningu utankjörstaðaatkvæða.

Samkvæmt heimildum blaðsins hafnaði Kemp því enda ekki í hans valdi að fyrirskipa slíkt. Til harðra orðaskipta kom milli þeirra á Twitter þar sem forsetinn gaf í skyn að starfsfólk ríkisstjórans hefði eitthvað að fela eftir að hann sagðist hafa látið endurskoða undirrskriftir á kjörseðlum þrisvar.

Niðurstöður kosninganna sýna að Biden á stuðning 306 kjörmanna í vændum og Trump 232. Kjörmennirnir velja forsetann en þeir koma saman 14. desember næstkomandi til að staðfesta niðurstöðurnar.